Íslenska - Spænska
Español - Islandés
Tel: 0034 654 832 847
Tölum saman
Ég hef starfað sem þýðandi og túlkur fyrir fyrirtæki, opinberar stofnanir og einstaklinga frá árinu 2000. Örugg þjónusta og fullum trúnaði heitið.
Þýðingar
Tipos de traducciones realizadas
Oftar en ekki dugar að leggja fram þýðingar sem ekki eru vottaðar af lögg. skjalaþýðanda, en kosturinn sem því fylgir er að þú greiðir minna fyrir þýðinguna auk þess að þú getur sparað þér mikinn tíma og vesen.
Ef þú ert í vafa hvort að þú þurfir að fá vottaða þýðingu eða hvort þér dugi venjuleg þýðing, hafðu þá samband þér að kostnaðarlausu og fáðu faglegar ráðleggingar.
Hér fyrir neðan geturðu séð nokkur dæmi um þær þýðingar sem ég býð uppá:
Heilsufars þýðingar
Þýðingar á læknaskýrslum hafa verið stór partur af starfi mínu sem þýðanda. Enda er miklvægt að læknar þínir viti nákvæmlega hvaða meðferð þú hefur fengið í öðru landi. Í sumum tilvikum er jafnframt gott að fá túlk með í læknaheimsókn þar sem þú getur talað íslensku og getur verið viss um að læknirinn þinn skilur þig 100%, og þú hann. Rík áhersla er lögð á trúnað- og þagnarskyldu við allar þýðingar og túlkun.
Sjáðu frekari upplýsingar um túlkunarþjónstustuna hér.
Þýðingar á opinberum gögnum
Bréf frá hinu opinbera berast íslenskum fasteignaeigendum á Spáni iðulega og oft getur verið snúið að skilja inntak þeirra svo að vel sé. Sumir viðskiptavinir mínir vilja bara fá að vita hvað stendur í ákveðnum bréfum, án þess að fá skriflega þýðingu - það er auðsótt mál og er það þá rukkað sem 1 klukkustund í túlkun, án útkalls.
Ef þú hefur verið svo óheppin að lenda í atviki sem að kallar á að gera löggregluskýrslu hér á Spáni, í þeim tilgangi að fá endurgreiðslu frá íslensku tryggingarfélag, þá veiti ég bæði túlkaþjónustu við gerð lögregluskýrslunar sem og þýðingu á skýrslunni yfir á íslensku.
Ef að þig vantar þýðingu á bréfum, skýrslum, eða öðrum gögnum hvort sem er frá íslensku yfir á spænsku, eða af spænsku yfir á íslensku er þér velkomið að hafa samband hér.
Fyrirtækja þýðingar
Þýðingar fyrir íslensk og spænsk fyrirtæki, bankastofnanir og opinberar stofnanir hafa verið stór partur af starfi mínu sem þýðandi og túlkur. Hvort sem hefur verið á laga- frétta- eða bæklingatexta. Auk þess hef ég starfað sem lotutúlkur og símatúlkur fyrir fyrirtæki og stofnanir. Uplýsingar um mismunandi tegundir túlkunar má finna hér.
Aðrar þýðingar
Aðrar þýðingar sem ég býð uppá eru t.d. eftirfarandi:
- Þýðingar á vefsíðum
- Bókmenntaþýðingar
- Lagalegur texti ( reglugerðir ofl.)
- Þýðingar á tryggingar gögnum
- Tæknilegar þýðingar( t.d. notkunnarleiðbeiningar á vörum)
- Textagerð ( af spænsku yfir á íslensku & af íslensku yfir á spænsku)
Þýðingar á gögnum v/ fasteigna- báta eða bifreiðakaupa
Hafir þú hug á að kaupa þér fasteign eða farartæki á Spáni er mikilvægt að þú skiljir fullkomnlega hvað þú ert að fara að skrifa undir s.s. kaupsamning, afsal nú eða leigusamning. Önnur gögn sem oftar en ekki þurfa þýðingar við eru skattskýrslur og bankaábyrgðir svo eitthvað sé nefnt. Þar kemur 20 ára reynsla mín sem fasteignasali á Spáni og menntun mín sem löggiltur fasteignasali frá Háskóla Íslands sér vel.
Hyggist þú leigja út eignina þína á Spáni er jafnframt nauðsynlegt að samningurinn sé ekki bara á íslensku heldur jafnframt á spænsku, þar sem spænsk leigulög gæta hagsmuna þinnna og getur slík þýðing styrkt réttarstöðu þína til muna komi upp álitamál milli leigjanda og leigusala. Ég býð að sjálfsögðu upp á slíkar þýðingar og sendi þér tilboð um hæl óskir þú þess.
Þýðingar á ferilskrá og námsferli
Við flutning á milli Íslands og Spánar er mikilvægt að leggja fram gögn um námsferil/einkunnir og starfsferil, þegar kemur að því að skrá börn í skóla, eða sækja um starf. Þetta gildir jafnframt um flutninga frá Spáni til Íslands, hafi barn t.d. stundað nám á Spáni er mikilvægt að þýða staðfestingaskírteini og/eða einkunnarspjöld þess eðlis yfir á íslensku. Hafir þú hug á að sækja um starf á Spáni, getur það gefið þér nokkuð forskot á aðra umsækjendur ef að ferilskrá þín er á spænsku.
Spænskir skólar og íþróttafélög eru þekkt fyrir að vera dugleg að senda hinar ýmsu upplýsingar á forráðamenn barna. Ég aðstoða þig við að aðgreina hvað þú þurfir að beina athygli þinni að og hvað ekki.
Einnig getur það komið sér vel að taka með túlk þegar skrá á barn í skóla eða fara á fyrstu foreldrafundina. Þannig öðlast þú sem foreldri vissu um að hagsmunum barna þinna sé gætt og tryggir að barnið þitt fái nauðsynlega aðstoð við að aðlagast nýju menntakerfi og nýju tungumáli.
HÉR finnur þú frekari upplýsingar um túlkunarþjónustuna
Sendu fyrirspurn / fáðu tilboð
Envíeme sus consultas / Solicita presupuesto
Fáðu svör við spurningum þínum og verð í þýðinguna þér að kostnaðarlausu. Ég svara öllu fyrirspurnum sem berast á virkum dögum samdægurs en jafnframt er þér velkomið að hafa samband með tölvupósti á info@perlatranslate.com. Athugaðu að til að fá nákvæmt verðmat í textaþýðingu, er mikilvægt að senda skjalið með sem viðauka, annaðhvort á e-maili á info@perlatranslate.com eða með því að ýta á "Hvernig get ég aðstoðað" flipann hér að neðan og ýta á bréfaklemmuna.
---------------------------------
Aquí encontrarás la manera más fácil y directa de solicitar el presupuesto que necesitas sin coste ninguno. Rellena el formulario o envíeme un correo electrónico a info@perlatranslate.com y te responderé a la mayor brevedad posible. Recuerde adjuntar los documentos que necesite traducir para recibir un presupuesto exacto, pero además de poder mandármelo adjuntado por correo electrónico, se puede mandar adjuntado pulsando la pestaña de "Hvernig get ég aðstoðað" debajo a la derecha y a continuación al icono de sujetapapeles.
Um mig - Acerca de mí
Ég er fædd á Akureyri þar sem ég bjó fyrsta áratug ævinnar, eftir það tók við búseta á stór Reykjavíkur svæðinu, eða fram til 26 ára aldurs þegar ég flutti búferlum til Alicante héraðs á Spáni ásamt fjölskyldu minni.
Fljótlega eftir komu mína til Spánar byrjaði ég að starfa við þýðingar, samhliða starfi mínu sem fasteignasali hjá fasteignasölunni Perla Investments. Starf mitt hefur falist í fjölbreyttum þýðingarverkefnum, bréfaskriftum og túlkun, jafnt fyrir einstaklinga sem og spænsk & íslensk fyrirtæki, eða opinberar stofnanir á Spáni.
Menntun:
Nám til löggilts fasteigna -fyrirtækja og skipasala frá Háskóla Íslands. (1999)
BA námi í Spænsku frá Háskóla Íslands, með þjóðfræði sem aukafag (2020)
Sérhæfð menntun mín og reynsla auk breiðs áhugasviðs, gerir mér kleyft að þýða allt frá lagatextum til bókmenntaþýðinga. En auk þess liggur styrkur minn sem þýðandi í tveggja áratuga búsetu minni í landinu sem felur í sér mikilvægt menningarlæsi og skilning á spænsku samfélagi.
---------------------------------------------
Nací en Akureyri, Islandia, y después de pasar los años de adolescencia y juventud en el capital de Islandia, Reykjavík, me mudó a Alicante con mi familia en el año 2000.
Desde entonces he trabajado como traductora e interprete, paralelo a mi trabajo como agente inmobiliario de la agencia inmobiliaria Perla Investments, tanto para individuos e empresas como para el sector público.
Formación:
Estudios universitarios como agente inmobiliario autorizado ( venta de inmuebles - empresas y nave) por la Universidad de Islandia ( Háskóli Íslands) 90 ECTS (1999)
BA en Español, con etnología como asignatura optativa, en la Universidad de Islandia (Háskóli Íslands) (2020)